29.10.1952
Sameinað þing: 8. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 337 í D-deild Alþingistíðinda. (2788)

219. mál, launalög

Fyrirspyrjandi (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. fjmrh. fyrir þessi svör, en vil jafnframt láta f ljós vonbrigði mín yfir þeim seinagangi, sem er á afgreiðslu mála, þegar opinberir starfsmenn eiga í hlut. Ég vildi mjög mælast til þess við hæstv. ríkisstj., sé það tilfellið, að mál þetta hafi stöðvazt hjá stjórn Bandalags opinberra starfsmanna, að hún taki þá málið úr höndum þeirrar stjórnar og til tafarlausrar afgreiðslu. Vildi ég mjög mælast til þess, að hæstv. ríkisstj. legði frv. til nýrra launalaga og frv. til l. um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna þegar fyrir þetta þing.