10.12.1952
Sameinað þing: 24. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 358 í D-deild Alþingistíðinda. (2827)

144. mál, risnukostnaður

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Ég hygg, að það hafi verið fyrir fjórum vikum, að útbýtt var fyrirspurn til ríkisstj. frá mér og hv. þm. Ísaf. um risnukostnað ríkisstj. Svo sem kunnugt er, mæla þingsköp svo fyrir, að fyrirspurnir skuli leyfðar í síðasta lagi næsta miðvikudag eftir að þær eru bornar fram og síðan skuli þeim svarað viku síðar.

Þessi fyrirspurn hefur þrívegis verið á dagskrá án þess að vera tekin til umr.

Mér hafa ekki borizt neinar skýringar á því, hvers vegna þessari fyrirspurn hefur ekki verið svarað af hæstv. ríkisstj., og mér leikur forvitni á að vita, hvað veldur því.

Ég trúi því ekki, að það geti verið meira en mánaðarverk fyrir hæstv. ríkisstj. að tina saman þær upplýsingar um sinn risnukostnað, sem hér er farið fram á.