31.01.1953
Efri deild: 61. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 85 í C-deild Alþingistíðinda. (2956)

145. mál, skipun læknishéraða

Páll Zóphóníasson:

Hv. Alþ. hefur áður kosið þriggja manna mþn. til að gera þetta verk. Í henni voru Vilmundur landlæknir, Magnús Pétursson og borgarstjórinn í Reykjavík. Alþ. hefur áður fjórum sinnum spurt um, hvort það væri komið nál. frá þessum mönnum. Það hefur alltaf verið sagt, að það væri von á því. Það var í fyrra samþ. til ríkisstj. þál. um að ýta á þetta og semja sjálf frv., ef þessi n. fæst ekki til þess. Ríkisstj. hefur vanrækt það. Og þó að ég treysti ríkisstj. til margs, þá er hún búin að sýna það tómlæti og þá vanrækslu í þessu, að það þýðir ekki að vísa því til hennar, og þess vegna segi ég nei.

Brtt. 676,1 felld með 8:7 atkv.

— 677,1 felld með 10:6 atkv.

1. gr. samþ. með 8:5 atkv.

2. gr. samþ. með 9:5 atkv.

3.–4. gr. samþ. með 9:1 atkv.

Brtt. 676,2–3 komu ekki til atkv.

— 677,2 kom ekki til atkv.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Fellt að vísa frv. til 3. umr. með 8:8 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: HermJ, KK, LJóh, PZ, RÞ, SÓÓ, VH, BSt.

nei: HG, StgrA, ÞÞ, BBen, BrB, FRV, GJ, GÍG.

1 þm. (JJós) fjarstaddur.