02.12.1952
Efri deild: 33. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 147 í B-deild Alþingistíðinda. (300)

36. mál, hafnarbótasjóður

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vildi aðeins fara þess á leit við hæstv. forseta; að hann frestaði málinu, tæki það út af dagskrá og gæfi mér tækifæri til þess að bera fram brtt., því að hv. form. n. hefur ekki látið mig vita um afstöðu n., þrátt fyrir það að mér hafi verið lofað því, og ég er því ekki tilbúinn í dag til þess að bera fram brtt. við frv. Og vildi ég vænta þess, að hæstv. forseti taki málið út af dagskrá og gefi mér tækifæri til þess að bera fram þær brtt., sem ég hef rætt, og mun ég þá ræða þær, þegar þær koma í deildina.