04.12.1952
Efri deild: 34. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 147 í B-deild Alþingistíðinda. (303)

36. mál, hafnarbótasjóður

Frsm. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Ég skal ekki fjölyrða um þetta mál nú. Ég gerði grein fyrir afstöðu n. við 2. umr. þess og hef þar sáralitlu við að bæta. Ég vil aðeins leyfa mér að vekja athygli hv. deildarmanna á því, að þótt brtt. hv. þm. Barð. virðist ekki vera um mikilvæg atriði, þá hníga þær allar í eina átt, og það er nokkur eðlismunur á þeim og niðurstöðum n. Þegar l. um hafnarbótasjóð voru sett, þá voru þau í rauninni frávik frá þeirri almennu reglu, að Alþ. fari með fjárveitingarvalduð, en það lagt að nokkru í hendur ráðh. Ég vil aðeins leyfa mér að benda hv. þdm. á það, að ef samþ. verða brtt. hv. þm. Barð., þá miða þær að því að gera enn óskoraðra vald hæstv. ráðh. yfir sjóðnum frá því, sem frv. gerir ráð fyrir. Annað sé ég ekki ástæðu til að taka fram nú, því að ég gerði grein fyrir afstöðu n. og minni eigin við 2. umr. málsins.