08.12.1952
Neðri deild: 36. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 333 í C-deild Alþingistíðinda. (3237)

83. mál, brúargerðir

Jörundur Brynjólfsson:

Herra forseti. 20. okt. var útbýtt hér í hv. deild frv. um brú á Ölfusá í Óseyrarnesi. 21. s. m. var þetta frv. tekið fyrir til 1. umr. og vísað til 2. umr. og hv. samgmn. Ég hef nokkrum sinnum innt hv. samgmn. eða formann hennar eftir, hvað þessu máli liði, og jafnan fengið þau svör, að beðið væri eftir áliti. Nú vil ég mega spyrja hæstv. forseta, hvort hann geti nú ekki hlutazt til um það, að þetta mál fari að verða afgreitt frá hv. n., því að sérstæður er þessi dráttur, þar sem efni málsins er ekki annað en hvort þessi brú skuli tekin inn á brúalög eða ekki. Sýnist mér, að það hefði ekki þurft að taka svona langan tíma. Þeir, sem er það hugarhaldnast að gera sem minnst, eiga þess kost að vera á móti málinu, þegar að því kemur, að eitthvað á að fara að gera.