25.11.1952
Efri deild: 31. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 571 í C-deild Alþingistíðinda. (3499)

69. mál, kaup á togurum og togveiðibát

Haraldur Guðmundsson:

Enda þótt ég telji þessa till. mjög á annan veg en ég hefði kosið, sbr. atkvgr. mína um brtt. áðan, þá sé ég mér ekki fært að greiða atkvæði á móti till., þar sem ella er engin trygging fyrir því, að ekki verði keypt skip héðan úr Rvík til þess að fullnægja þörfum þeirra staða, sem um ræðir í frv. Ég hlýt því að segja já við brtt., í trausti þess, að ákvæðið verði fært til betri vegar í hv. Nd.

1. gr., svo breytt, samþ. með 9:1 atkv.

2. gr. samþ. með 12 shlj. atkv.

Brtt. 196,2 (ný fyrirsögn) samþ. án atkvgr.

Frv. vísað til 3. umr. með 11:1 atkv., með fyrirsögninni:

Frv. til l. um heimild handa ríkisstj. til þess að ábyrgjast fyrir Húsavíkurkaupstað og Ólafsfjarðarkaupstað lán til togarakaupa.