21.11.1952
Neðri deild: 30. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 204 í B-deild Alþingistíðinda. (356)

10. mál, áburðarverksmiðja

Stefán Jóh. Stefánsson:

Herra forseti. Hæstv. fjmrh. taldi, að það gæti verið nokkrum vandkvæðum bundið að setja inn í þessi lög ákvæði um endurskoðun á l. um áburðarverksmiðju, sérstaklega vegna þess, að þessi lagasetning væri grundvöllur undir lántökunni, sem að vísu er búið að framkvæma. En ég skal nú taka aftur þessa brtt. mína og taka þannig til greina rök hæstv. ráðh. um það, að það kynni kannske að valda einhverjum óþægindum í sambandi við lántökuna. En þó að ég kallaði fram í til hæstv. ráðh., hvort hann mundi þá vilja beita sér fyrir því, að þáltill. yrði samþ. um endurskoðun á löggjöfinni, þá vildi hann engu um það lofa, en m.a. í trausti þess, að hæstv. ráðh. mundi vilja styðja að því, að slík þáltill. yrði samþ., þá skal ég taka brtt. mína aftur.