02.10.1952
Sameinað þing: 1. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í B-deild Alþingistíðinda. (3634)

Þingmennskuafsal - Varamenn taka þingsæti

Aldursforseti (JörB):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Ísafirði, 22. maí 1952. Þar sem ég hef tekið að mér að vera í kjöri fyrir Alþýðuflokkinn við aukakosningu þá til Alþingis, sem fram á að fara í Ísafjarðarkaupstað þann 15. júní n.k., leyfi ég mér hér með að tilkynna yður, herra forseti sameinaðs Alþingis, að ég legg niður umboð mitt sem 6. landskjörinn þingmaður frá og með deginum í dag að telja.

Jafnframt óska ég þess, að þessi ákvörðun mín verði tilkynnt 1. varamanni Alþýðuflokksins, herra Guðmundi Í. Guðmundssyni sýslumanni í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeta í Hafnarfirði, svo að hann geti þegar tekið sæti mitt á Alþingi.

Mér er fullvel ljóst, að það samrýmist að vísu bæði lögum og venjum, að þingmaður sé í framboði í aukakosningu til Alþingis, án þess að segja af sér þingmennsku, en ég óska ekki að eiga sætí á næsta Alþingi, nái ég ekki kosningu á Ísafirði þann 15. júní.

Samrit af þessu bréfi mínu til yðar, herra forseti, hef ég jafnframt sent hæstvirtum forsætisráðherra, formanni landskjörsnefndar og formanni Alþýðuflokksins.

Virðingarfyllst,

Hannibal Valdimarsson.“

Þá hefur borizt svo hljóðandi skeyti:

„Kem ekki til Alþingis að svo stöddu sökum vanheilsu. Óska varamaður minn taki sætið fyrst um sinn.

Stefán Stefánsson.“

Enn fremur hefur borizt svo hljóðandi bréf: „Með því að herra alþingismaður Brynjólfur Bjarnason dvelur erlendis næstu mánuði til lækninga, hefur hann óskað þess, með skírskotun til 144. gr. laga nr. 80 1942, um kosningar til Alþingis, að varamaður, Magnús Kjartansson ritstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.

F.h. Sameiningarflokks alþýðu — sósíalistaflokksins.

Einar Olgeirsson.“

Aldursforseti kvaddi sér til aðstoðar sem fundarskrifara þá Jónas Rafnar og Pál Þor- steinsson.

Rannsókn kjörbréfa.

Þessu næst skiptust þingmenn í kjördeildir, og urðu í

1. kjördeild:

ÁB, BBen, BÓ, EirÞ, FRV, GG, GÞG, HV, JóhH, JJós, JG, JÁ, LJóh, PÞ, SÁ, SB, SG, ÞÞ. 2. kjördeild:

BSt, EmJ, GJ, GÍG, HG, IngJ, JS JR, KK, KS, ÓTh, RÞ, SÓÓ, SkG, StSt, StgrA, VH.

3. kjördeild:

AE, ÁkJ, ÁS, BrB, EOI, EystJ, GTh, HÁ, HelgJ, HermJ, JPálm, JörB, LJós, PZ, PO, StJSt, StgrSt. Fyrir lá að rannsaka kjörbréf Eiríks Þorsteinssonar, þm. V-Ísf., og Hannibals Valdimarssonar, þm. Ísaf., og fékk 2. kjördeild bréfin til athugunar, svo sem þingsköp mæla fyrir.

Var nú fundarhlé, er kjördeildin gekk út úr salnum til starfa sinna, en að rannsókn lokinni var fundinum fram haldið.