03.02.1953
Efri deild: 64. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1608 í B-deild Alþingistíðinda. (3664)

Afgreiðsla mála úr nefndum

Guðmundur Í. Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að kvarta undan því, að frv., sem ég bar hér fram mjög snemma á þinginu um tekjuöflun og tekjuaðstoð fyrir Byggingarsjóð Verkamanna og vísað var til fjhn. 30. okt., hefur ekki enn þá fengið afgreiðslu í nefndinni. Þessi dráttur er náttúrlega með öllu óþolandi, og það tekur alveg út yfir, þegar frv. eru látin liggja svona lengi. Það er miklu frekar ástæða til þess að reka á eftir þessu máli og reyna að flýta því heldur en því, sem hv. þm. Barð. var að minnast hér á áðan, því að þetta er miklu eldra. Ég vil leyfa mér að óska aðstoðar forseta til þess að reyna að fá nál. fram í þessu máli og reyna að hlutast til um, að það verði afgr. sem allra fyrst.