13.10.1952
Neðri deild: 7. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1610 í B-deild Alþingistíðinda. (3670)

Vélræn upptaka á þingræðum

forseti (JG):

Þegar ræður þm. hafa verið vélritaðar eftir segulbandi, verður hverjum þm. gerður kostur á að líta yfir ræður sínar og koma á framfæri smávægilegum lagfæringum á málfari og framsetningu, enda raskist ekki efni. Handrit með árituðum breytingum óskast afhent lestrarsalsverði innan viku frá því, að ræðan er lögð á borð þm. Að öðrum kosti verður litið svo á, að þm. óski ekki að gera tillögur um leiðréttingar.