06.02.1953
Sameinað þing: 41. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1618 í B-deild Alþingistíðinda. (3702)

Þinglausnir

Einar Olgeirsson:

Ég vil leyfa mér fyrir hönd allra hv. þm. að þakka hæstv. forseta fyrir góðar óskir og hlý orð í okkar garð. Ég vil enn fremur — og ég veit, að ég geri það líka fyrir hönd allra hv. þm. — leyfa mér að þakka honum fyrir röggsama og réttláta fundarstjórn og fyrir gott og ánægjulegt samstarf við okkur þingmenn. Ég vil svo óska honum, nú þegar hann heldur heim, góðrar heimferðar og góðrar heimkomu og honum persónulega og hans fólki alls velfarnaðar. Ég vil leyfa mér að biðja hv. þm. að risa úr sætum sínum og taka undir þessar óskir mínar til hæstv. forseta. — [Þingmenn risu úr sætum.]