13.11.1952
Neðri deild: 25. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 211 í B-deild Alþingistíðinda. (374)

4. mál, smáíbúðabyggingar

Frsm. (Sigurður Ágústsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér er tekið til meðferðar, á þskj. 4, er borið fram af hæstv. ríkisstj. Í 1. gr. frv. er kveðið á um að heimila ríkisstj. að taka lán, allt að 16 millj. kr. eða jafnvirði þeirrar upphæðar í erlendri mynt. Fé þetta á að endurlána til smáíbúðarhúsa með sömu kjörum og það er tekið. Það er eitt af mest aðkallandi vandamálum þjóðarinnar að leysa úr brýnustu þörfum íbúa kaupstaða og kauptúna til lánsútvegunar í sambandi við byggingu íbúðarhúsa. Hafa þessi mál verið rædd hér á Alþ. á undanförnum þingum og nokkur fyrirgreiðsla fengizt á þeim. Þó á enn langt í land að geta fullnægt hinni gífurlegu fjárþörf á þessu sviði. Fjhn. d. mælir eindregið með samþykkt frv. og hefur lagt fram nál. á þskj. 209 þar að lútandi.

Hv. 2. þm. Reykv. hefur á þskj. 206 flutt brtt, við frv. varðandi stjórn, reikningshald og starfrækslu lánadeildarinnar. Meiri hluti fjhn. getur ekki fallizt á þau sjónarmið, sem koma fram í brtt. nefnds þm., og mælir eindregið með því, að frv. verði samþ. óbreytt.