24.10.1952
Neðri deild: 14. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 215 í B-deild Alþingistíðinda. (390)

17. mál, þingsköp Alþingis

Forseti (SB):

Mér hefur borizt skrifleg brtt. frv. hv. þm. A-Húnv. við 1. gr. frv., sem hv. þm. hafa heyrt. Hún er skrifleg og of seint fram komin og þarf því tvöfaldra afbrigða við. Brtt. er við 1. gr. frv., um að á eftir orðunum „til forseta eða fundarins“ orðist gr. svo: Þegar þm. eru ávarpaðir, skulu þeir nefndir fullu nafni. — Það hefur komið fram ósk um það, að hv. n. gæfist tækifæri til að athuga þessa till., og verður orðið við henni og málinu frestað og það tekið út af dagskrá.