13.11.1952
Neðri deild: 25. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 219 í B-deild Alþingistíðinda. (399)

17. mál, þingsköp Alþingis

Frsm. (Jónas Rafnar):

Herra forseti. Það voru nú aðeins örfá orð. Ég held nú, að hv. þm. A-Húnv. geri of mikið úr þekkingarleysi þm., ef þeir kunna nú ekki að nefna þm. Reykv. eða þá þm., sem eru uppbótarmenn. Um þetta mál er annars það að segja, að það ætti ekki að vera kappsmál, þar sem þetta er meira formsatriði, heldur en efnisatriði.

Hv. þm. A-Húnv. drap á það áðan, að þessi breyting gæti komið sér vel, það gæti komið sér vel að hafa samþ. þessa breyt., ef það yrði gerð breyt. á stjskr., og nefndi í því sambandi nokkur dæmi. Við því er það að segja, að þegar samþ. verður ný stjskr., þá er ákaflega líklegt, að það þurfi þá um leið að gera einhverjar breyt. á þingsköpunum. Það mætti a.m.k. hugsa sér það. A.m.k. má segja, að það væri hægt að gera þá um leið þær breyt., sem nauðsynlegar teldust.

Afstaða n. í þessu máli var í stuttu máli sú, að hún telur ekki ástæðu til þess að breyta gömlum venjum, sem skapazt hafa, nema því aðeins að ákaflega ríkar ástæður séu fyrir hendi, sem við töldum að væri ekki til að dreifa í þessu máli.