11.12.1952
Efri deild: 38. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 246 í B-deild Alþingistíðinda. (443)

31. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Guðmundur Í. Guðmundsson):

Herra forseti. Út af þessari athugasemd hæstv. forseta vil ég taka það fram, að það óhapp hefur skeð, þegar frv. var prentað og áður en það kom frá Nd., að þá hafði orðið línubrengl, þannig að aftan við 2. gr. hafði verið prentuð lína, sem ekki átti þar heima. Skrifstofu þingsins var bent á þetta og óskað eftir því, að frv. yrði prentað upp, áður en það fengi afgreiðslu hér í deildinni, en skrifstofustjórinn taldi slíkt óþarfa. Þess vegna var aðeins bent á þetta í nál. og verður leiðrétt, þegar það verður prentað upp aftur, eftir að það hefur fengið afgreiðslu hér.