06.10.1952
Efri deild: 4. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í B-deild Alþingistíðinda. (5)

19. mál, tekjuöflun til íþróttasjóðs

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Menn vita það nú hér í deildinni, að ég er yfirleitt á móti happdrættum, og menn vita það líka, að ég er yfirleitt á móti öllum undanþegnum tekjum til skatta, móti því að gefa mönnum möguleika til þess að undanþiggja vissar tekjur, þessar eða aðrar, frá skattaframtali.

Þegar þetta mál var rætt hér í fyrra, þá voru þeir íþróttamenn, sem börðust fyrir þessu frv., spurðir að því, hvort þeir ætluðust til þess, að vinningar hér yrðu undanþegnir frá skatti, elns og væri um ýmis önnur happdrætti. Nei, nei, nei, ekkert slíkt var hugsað hjá þeim þá, ekki nokk- urt. Svo fá þeir frv. samþykkt. En svo þegar búið er að samþykkja frv. á Alþ., þá bara nokkru seinna gefur stjórnin út brbl. til að láta menn fá það, sem þeir ekkert kæra sig um, þegar verið er að ræða málið á Alþ. Þetta er leið, sem höfð er til þess að koma fram málum, það er að byrja eitthvað svolítið, en hreyfa ekki við því, sem þá mætir andúð, en svo þegar það er komið fram, þá er að færa sig upp á skaftið með meira og meira. Nú langar mig til að fræðast um það hjá hæstv. ríkisstj., hvaða breyting hefur orðið á þessu hjá íþróttamönnunum frá því að þeir lýstu því yfir í viðurvist minni og ýmissa fleiri manna, að þeir kærðu sig ekki um neina undanþágu hvað skattfrelsi vinninganna snertir. Hvaða breyting verður hjá þeim, sem er svo knýjandi, að þeir verða að fá þetta fram með brbl. á milli þinga, um þetta skattfrelsi? Mér er hún alveg ókunn, og mér væri mikil þægð í því, ef hægt væri að upplýsa mig um það. Það kann að vera, að hæstv. ráðh. hafi minnzt á það eða imprað á því, þegar hann segir, að það hafi sýnt sig, að salan væri ekki það mikil, — það væri ástæðan til þess og til þess að fá nóga sölu hafi þetta verið gert, salan hafi verið svo litil í happdrættinu, en þá finnst mér nú, að það hefði gjarnan mátt bíða þangað til það kom til Alþ. til samþykktar, hafi það verið bara fyrir það.

Ég mun verða á móti þessu frv., þegar að því kemur, líklega í hvaða mynd sem það verður, því að ég er á móti því að láta, hvort sem það eru happdrættisfélög eða hvað sem er, fá undanþágu frá þeim almennu lögum, sem gilda í landinu. Ég er á móti því að veita fleirum og fleirum undanþágu, það verður verra og verra.