27.10.1952
Neðri deild: 15. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 43 í B-deild Alþingistíðinda. (61)

61. mál, manntal 16, okt. 1952

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

Herra forseti. Ég get skírskotað til nál. af hálfu n. um þetta mál. Þó að það sé stutt, þá er þar drepið á þau atriði, sem máli skipta um samþykkt frv.

Það er búið að framkvæma þetta mál, svo að að því leyti skiptir það ekki miklu máli, hvort frv. væri samþykkt eða ekki, en vera kann þó, að framkvæmd þess hafi einhvern kostnað í för með sér, og er þess vegna réttara, að frv. sé samþykkt og afgreitt sem lög frá þinginu. — N. mælir eindregið með því, að frv. verði samþ. óbreytt.