07.10.1952
Sameinað þing: 3. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 389 í B-deild Alþingistíðinda. (627)

1. mál, fjárlög 1953

Forseti (JPálm):

Þá hefur hæstv. fjmrh., Eysteinn Jónsson, lokið máli sínu, og hafa nú hinir þingflokkarnir hálftíma hver til umráða. Röð þeirra flokka í þessari umræðu verður þannig, að fyrst er Alþýðuflokkur, þá Sósialistaflokkur og síðast Sjálfstæðisflokkur. Ræðumenn þeir, sem nú tala, eru fyrir Alþfl. hv. þm. Ísaf., Hannibal Valdimarsson, og hv. 3. landsk. þm., Gylfi Þ. Gíslason, fyrir Sósfl. hv. þm. Siglf., Áki Jakobsson, og fyrir Sjálfstfl. hv. þm. Barð., Gísli Jónsson. — Nú tekur til máls hv. fyrri fulltrúi Alþfl., þm. Ísaf., Hannibal Valdimarsson, og hefur eitt kortér til umráða.