21.10.1952
Neðri deild: 12. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 44 í B-deild Alþingistíðinda. (72)

12. mál, gengisskráning o. fl.

Frsm. (Sigurður Ágústsson):

Herra forseti. Fjhn. hv. d. hefur á þskj. 98 lagt fram nál. um frv. til l. um breyt. á l. nr. 105 1951, um breyt. á l. nr. 117 1950, um breyt. á l. nr. 22 1950, um gengisskráningu, launabreytingar, stóreignaskatt, framleiðslugjöld o.fl., og á l. nr. 9 1951, um breyt. á þeim lögum, 12. mál, þskj. 12. Lagabreytingin, sem um ræðir í frv., er ákvæði um það, að með sama hætti og áður skuli verðlagsuppbótin breytast 1. sept. og 1. des. 1952 og 1. marz, 1. júní, 1. sept. og 1. des. 1953. Mælir fjhn. samhljóða með frv. Þó telja tveir nm., þeir hv. 8. landsk. þm. og hv. 2. þm. Reykv., æskilegra, að verðlagsuppbótin breytist mánaðarlega samkvæmt kaup- gjaldsvísitölunni næsta mánuð á undan, en ekki eftir hverja 3 mánuði, eins og frv. kveður á um.

Hafa þeir flutt um það brtt. á þskj. 109. Meiri hl. n. fellst ekki á þetta sjónarmið, enda hefur verðlagsuppbótin verið framkvæmd á þennan hátt, sem frv. kveður á um, siðan 1. júní 1951.