26.01.1953
Sameinað þing: 32. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 701 í B-deild Alþingistíðinda. (734)

1. mál, fjárlög 1953

Forseti (JPálm):

Mér hefur borizt ný skrifleg brtt. frá hv. 1. þm. Árn. (JörB) og hv. 2. þm. Árn. (SÓÓ):

„Við 15. gr. A. XI. Nýr liður: Til Sigríðar Tómasdóttur í Brattholti, vegna brunatjóns og í viðurkenningarskyni, 10 þús. kr.“

Þá er fundi frestað þangað til 10 mínútum fyrir 12. — [Fundarhlé.]

Mér hafa borizt hér enn á ný skriflegar brtt. Það er í fyrsta lagi frá hv. 3. landsk. þm. (GÞG):

„1. Við brtt. 567,9. (Við 14. gr. B. II. - Til styrktar ísl. námsmönnum erlendis). Fyrir „1.575 þús.“ kemur: 1.875 þús.

2. Við 15. gr. A. X. (Til skálda, rithöfunda og listamanna). Fyrir „630 þús.“ kemur: 830 þús. 3. Við 20. gr. Út. XII. 4. Nýr liður: Til byggingar heimavistarskólahúss við Menntaskólann í Reykjavík 1 millj.“

Þá er hér enn fremur brtt. frá hv. 2. þm. Eyf. (MJ), hv. 1. þm. Árn. (JörB), hv. 3. landsk. þm. (GÞG) og hv. 10. landsk. þm. (JÁ):

„Við 15. gr. A. IX. 17. Liðurinn orðist svo: Til Norræna félagsins 15 þús., þar af 7 þús. kr. vegna móttöku norrænna kennara sumarið 1953.“

Þá er enn fremur brtt. frá hv. 3. landsk. þm. (GÞG) og hv. 4. þm. Reykv. (HG):

„Við 17. gr. 9. (Sumardvalarheimili). Fyrir „100 þús.“ kemur: 250 þús. kr.“

Enn fremur brtt. frá fjvn.:

„Við 22. gr. VIII. Nýr liður: Að aðstoða Loftleiðir h/f við kaup á einni millilandaflugvél með því að veita ríkisábyrgð fyrir allt að 10 millj. kr. láni gegn þeim tryggingum, sem ríkisstj. metur gildar.“

Brtt. frá meiri hl. fjvn.:

„Við 15. gr. A. X. (Til skálda, rithöfunda og listamanna). Fyrir „4 manna nefnd“ kemur: 3 manna nefnd.“

Þá vantar hér afbrigði fyrir nokkuð mörgum þskj., þ.e. þskj. 609, 610, 616, 618, 619, 620, 621, 622, 623, 624, og svo þeim skriflegu brtt., sem hér hefur verið lýst og ekki hafa þegar komið prentaðar á þeim þskj., sem ég hef nú lýst. Fyrir öllum þessum þskj. þarf að fá afbrigði, og leita ég þeirra hér með.