13.11.1952
Efri deild: 25. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 918 í B-deild Alþingistíðinda. (973)

42. mál, verðlag

Viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Ég var ekki í deildinni, þegar hv. 6. landsk. hóf ræðu sina, en þegar ég kom inn, heyrði ég, að hann sagði, að n. væri sammála um að breyta ákvæði brbl. úr helmild í skyldu, vegna þess að n. öll væri þeirrar skoðunar, að ég sem ráðh. hefði haldið svo slælega á þessum málum, að n. teldi fulla ástæðu til þess að gefa mér þetta aðhald.

Nú vildi ég gjarnan vita, áður en ég tek frekari þátt í þessum umræðum, hvort hv. 6. landsk. hefur hér talað fyrir munn allrar n. eða hvort hann hefur tekið sér það bessaleyfi að segja þetta án umboðs nefndarinnar.