31.10.1952
Efri deild: 19. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 75 í B-deild Alþingistíðinda. (98)

12. mál, gengisskráning o. fl.

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. Fjhn. ber fram brtt. á þskj. 162 um það, að á eftir 1. gr. frv. komi ný gr., svo hljóðandi: „Ekki skal innheimta framleiðslugjald samkv. 3. gr. l. af síld, sem lögð var á land til bræðslu á sumarsíldveiðum 1952.“ — Eins og menn sjá, er þessi brtt. sama efnis og brbl. frá 11. júlí þetta ár, en frv. um staðfestingu á þeim var vísað til fjhn. í gær. Till. er þó ekki alveg samhljóða efnisgrein brbl., því að sleppt er að vísa nákvæmlega til þess, við hvaða lög er átt. Það sýnist óþarfi, þar sem frv. er um breyt. á þeim l., og í öðru lagi er orðalagi breytt vegna þess, að nú er síldveiðitíminn 1952 liðinn, og er orðalagi breytt í samræmi við það. Þessi brtt., sem fjhn. þannig gerir, er eingöngu byggð á því, að henni þykir réttara að afgreiða ein lög, heldur en tvenn um breytingu á einum og sömu lögum. Kom þetta til orða við 2. umr. þessa máls og sætti ekki neinum mótmælum í raun og veru frá hv. þdm., aðeins benti hæstv. fjmrh. á það, að þetta mundi frekar seinka málinu. En það ætti ekki verulega að vera, og ef sérstaklega liggur á því, ættu nú að vera möguleikar á því að fá hv. Nd. til að taka þetta mál fyrir til einnar umræðu á fundi í dag. - Sé ég svo ekki ástæðu til að orðlengja þetta frekar.