21.11.1952
Neðri deild: 30. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 941 í B-deild Alþingistíðinda. (994)

42. mál, verðlag

Viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Frv. þetta er komið frá Ed. og hefur tekið lítils háttar breyt. frá því, sem það var lagt fyrir. En frv. er til staðfestingar á brbl. Breyting sú, er frv. hefur tekið í Ed., kemur fram í 2. og 3. gr.

þess. 2. gr. er breytt þannig, að í staðinn fyrir að um heimild var að ræða í frv., þá er gert að skyldu að birta nöfnin samkv. breyt. Ed. Enn fremur er bætt inn nýrri grein, sem verður hér 3. gr. og segir, að verðgæzlustjóri skuli mánaðarlega birta skýrslur, er sýni hæsta og lægsta verð á helztu nauðsynjavörum, sem framfærsluvísitalan byggist á. Ég fyrir mitt leyti hef ekki miklar athugasemdir að gera við þessar breytingar, eins og ég gat um við umr. í Ed., en ég vildi gjarnan láta það koma hér fram, um leið og frv. kemur hingað í d. til umr. Að lokinni þessari umr. legg ég til, að frv. verði vísað til 2. umr. og fjhn.