25.02.1954
Efri deild: 52. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1107 í B-deild Alþingistíðinda. (1033)

12. mál, áfengislög

dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Það er að vísu rétt, að greinin var öll borin upp í einu lagi, en það kom hins vegar fram í atkvgr., þeirri grg., sem hér var gerð af hálfu tveggja hv. þm., bæði þm. Vestm. og hæstv. forseta, að þeir miðuðu atkvgr. sína fyrst og fremst við 1. málsgr. En það væri ákaflega gott varðandi áframhaldandi meðferð málsins, að það lægi fyrir, hver er vilji þd. varðandi breytingu á gr. að öðru leyti. Það er auðvitað hægt að láta það koma fram við sérstaka atkvgr. við 3. umr., og það má vera, að þessi athugasemd komi of seint fram, en ég vildi bara benda á, að það væru út af fyrir sig betri vinnubrögð, ef hægt væri nú að skipta atkvgr. Það kann að vera, að það sé of seint.