02.03.1954
Efri deild: 55. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1125 í B-deild Alþingistíðinda. (1053)

12. mál, áfengislög

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég játa að vísu, að orðalagið, eins og það er í greininni, sé ekki með öllu viðfelldið, en það er þó að minni vitund ljóst, við hvað er átt, sem sé það, að leyfi muni eftir þessu ákvæði einungis verða veitt á alþjóðlegum flugstöðvum innan landsins og hvergi annars staðar. Með því að fella það niður, tel ég, að heimildin verði allt of rúm, og treysti mér ekki til að greiða atkvæði með brtt. af þeim ástæðum og segi nei.