05.04.1954
Neðri deild: 77. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1188 í B-deild Alþingistíðinda. (1086)

12. mál, áfengislög

Frsm. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Allshn. hefur talið rétt að fylgjast n:eð frv. og þeim till., sem nú liggja fyrir til breyt. á því. N. hefur lagt hér fram brtt. á þskj. 660.

Fyrsta brtt. eða a-liður brtt. við 12. gr. er nánast leiðrétting.

Með tilliti til þeirra brtt., sem legið hafa fyrir d. á þskj. 516 og 543, þá hefur n. talið rétt að bera fram brtt. við næstsíðustu málsgr. 12. gr., en hún hljóðar svo nú í frv.: „Skylt er löggæzlumönnum að gefa sérstakar gætur að starfsemi þeirra veitingahúsa, sem vinveitingaleyfi hafa.“ Við þessa gr. vill n. bæta, að ráðh. geti ákveðið nánara eftirlit með þeim veitingastöðum, er vínveitingaleyfi hafa. (Ríkissjóður greiðir kostnað eftirlitsins, en leyfishafar skulu endurgreiða hann ríkissjóði eftir ákvörðun ráðherra. Ráðh. setur þeim, er eftirlitið annast, erindisbréf um, hvernig þeir skuli haga starfi sínu.

Við nánari athugun komst n. að því, að lögreglustjóri mun lita svo á, að ef hann þarf að hafa þetta eftirlit með höndum, muni hann þurfa að bæta við mönnum til þess að annast það. Ef þannig er, taldi n., að réttara væri að heimila, að skipaðir yrðu af ráðh. sérstakir eftirlitsmenn, en þeir staðir, sem vinveitingaleyfi fá, greiddu þann kostnað, sem af því leiddi.

2. brtt. er um fjárframlög af ágóða áfengisverzlunar ríkisins. Um þetta fjalla einnig brtt. á þskj. 610 og 515. Nefndin getur ekki fallizt á þær till., sem þar koma fram, en hefur aftur lagt til, að greitt verði fé í gæzluvistarsjóð; en það er sjóður til þess að koma upp gæzluvistarhæli fyrir drykkjusjúka menn samkv. lögum frá 1949 um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra. N. leggur til, að lagt verði til þessa sjóðs 750 þús. kr. hvort árið, sem þar greinir, í viðbót við það tillag, sem gert er ráð fyrir að sjóðurinn fái samkv. lögunum, en það eru 750 þús. kr., svo að þessi tvö ár á sjóðurinn að fá 11/2 millj. kr. En tillagið í lögunum er tímabundið og hættir árið 1956, og þess vegna hefur n. gert till. um, að á árunum 1957–59 sé greitt í þennan sjóð samtals 11/2 millj. kr. á ári af tekjum áfengisverzlunar ríkisins. — Að öðru leyti hefur n. ekki tekið afstöðu til þeirra brtt., sem fyrir liggja.