05.04.1954
Neðri deild: 77. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1191 í B-deild Alþingistíðinda. (1090)

12. mál, áfengislög

Magnús Jónsson:

Herra forseti. Ég flutti hér nokkrar brtt. við 2. umr. málsins, — brtt., sem voru þá teknar aftur til 3. umr. Ég hef leyft mér að endurflytja hér eina þeirra, á þskj. 536, um það, að áfengi til lyfjagerðar skuli selt með kostnaðarverði. Ég ræddi um málsástæður fyrir þessari till. hér við 2. umr. og tel ekki þörf á að endurtaka það nú.

Hinar tvær brtt. voru annars vegar um eftirlitsmenn með veitingastöðum og hins vegar um áfengisvarnasjóð. Hv. þm. Borgf. hefur í samráði við mig tekið inn í brtt. sínar till. þá, sem við hv. 5. þm. Reykv. fluttum hér við 2. umr. um eftirlit með áfengisveitingum og þeim stöðum, sem áfengi selja, og er sú brtt. þar orðrétt tekin upp. Jafnframt hefur hv. allshn. borið fram sérstaka till. um þetta atriði, og var brtt. mín við 2. umr. tekin aftur með það í huga, að n. gæfist kostur á að athuga málið. Efnislega felur sú brtt. í sér það sama og gert var ráð fyrir í minni till., þannig að ég væri mjög ásáttur um það, að sú brtt. yrði samþ. En hins vegar vil ég í tilefni af brtt. við þá brtt. frá hv. þm. V-Húnv. taka það fram, að mér sýnist, að það sé nokkrum efa bundið, að þetta nái tilgangi sínum, ef sú brtt. hans yrði samþ. Hann gat um það hér í sinni ræðu áðan, að sér fyndist óeðlilegt að skipa sérstaka eftirlitmenu með veitingastöðunum. .Það var upplýst af hv. frsm. allshn., að þessir eftirlitsmenn hafa verið starfandi til þessa, og það er vitanlegt, að lögreglan telur sig ekki hafa möguleika til að halda því eftirliti. uppi með sínum mannakosti, nema settir verði sérstakir menn til að hafa þetta eftirlit með höndum, sem þá vitanlega mundu hafa til þess lögregluvald. Af þessu er raunverulega ekki verið að breyta neinu frá þeirri skipan, sem gilt hefur. En það er óumflýjanlegt að taka þetta upp í frv., þessa beinu heimild, vegna þess sem ég gat um við 2. umr. málsins, að Ed. breytti frv. þannig, að það var felld niður úr því þessi heimild, og þótt segja megi, að það hefði falizt í frv. sjálfu, eins og það var lagt fyrir Ed., enda þótt sú málsgr. hefði ekki þar staðið, þá liggur í augum uppi, að eftir að hún er felld niður, mundi verða ályktað sem svo, að það hafi ekki verið vilji þingsins, að þetta eftirlit yrði framkvæmt. Af þeim sökum er, nauðsynlegt að taka bein ákvæði um þetta inn í frv. aftur, og þess vegna eru fram komnar bæði þær till., sem ég og hv. þm. Borgf. nú flytjum, og einnig till. sú, sem hv. allshn. hefur hér flutt, og vil ég mega vona, að hv. þm. geti fallizt á aðra hvora þá skipan á þessu eftirliti, en geri það ekki eins óvirkt og hv. þm. V-Húnv. gerir ráð fyrir í sinni till.

Varðandi áfengisvarnasjóðinn þá vitanlega er það alltaf nokkurt vandamál og erfiðleikar með,. hvernig á að skipa þeim málum. Ég hirði ekki að fara nánar út í það hér. Það liggur í augum uppi, að það er mjög eðlilegt, að áfengisgróðanum sé varið til þess að vinna að bindindisstarfsemi og áfengisvörnum og jafnframt að sjálfsögðu að standa straum af þeim kostnaði, sem leiðir af því, að ýmsir fara alltaf forgörðum vegna áfengisneyzlu.

Þetta leiðir til þess, að mér sýnist fyrir mitt leyti mjög sjálfsagt og eðlilegt, að sú hugmynd, sem upphaflega var í frv. um áfengisvarnasjóð, nái fram að ganga, og er því samþykkur þeirri; till., sem hv. þm. Borgf. flytur um það mál, en, tel hins vegar þó nokkurn vinning í því, sem hv. allshn. flytur, þó að ég sé ekki alls kostar ánægður með, að það skuli ekki ganga lengra. en þar um ræðir, því að sú fjárveiting er eingöngu miðuð við eitt tiltekið efni, en gerir ekki ráð fyrir neinni heimild til þess að verja fé til annarra þarfa í sambandi við áfengisvarnir.