09.04.1954
Efri deild: 83. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1207 í B-deild Alþingistíðinda. (1103)

12. mál, áfengislög

Haraldur Guðmundsson:

Herra forseti. Ég skal ekki lengja umræðurnar um þetta mál — þær eru orðnar býsna langar samanlagt í báðum deildum. En mér þykir rétt að taka það fram í fyrsta lagi, að ég er andvígur þeim brtt., sem hv. síðasti ræðumaður talaði fyrir, og þeirri stefnu, sem þær marka. Ég tel, að með þessu frv., þó að þar hafi nokkuð verið dregið úr sumum ágöllunum í hv. Nd., sé stigið spor aftur á bak, að þessi löggjöf, sem hér er verið að setja, sé . lakari frá sjónarmiði þjóðarinnar almennt séð, heldur en gildandi áfengislöggjöf, sem þó er ekki hælandi. Vínveitingaleyfin verða aukin, það er auðsýnilegt. Það verður haldið áfram að veita undanþágur fyrir félög og samkvæmi, og af því mun leiða, að drykkjuskapur mun aukast í landinu, og lítil viðleitni sýnd til þess að bæta eftirlitið frá því, sem er í gildandi löggjöf. Ég mun því ekki sjá mér annað fært en að greiða atkv. gegn þessu frv.