12.04.1954
Efri deild: 85. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1218 í B-deild Alþingistíðinda. (1163)

205. mál, happdrætti dvalarheimilis aldraðra sjómanna

Forseti (GíslJ):

Út af ummælum hæstv. forsrh. get ég aðeins lofað því, að málið skal fá endanlega afgreiðslu hér, áður en hætt verður störfum í þessari hv. d. Og hvort sem málið fer nú í nefnd eða ekki, þá hygg ég, að það sé ekki í neinni hættu, því að ég geri nú ráð fyrir, að ef það fer í n., þá ætti það að fara í heilbr.- og félmn., og þá hygg ég, að hv. form. mundi ljúka því í dag, annars ræður d. því náttúrlega.