16.11.1953
Efri deild: 21. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1264 í B-deild Alþingistíðinda. (1235)

82. mál, sauðfjársjúkdómar

Forseti (GíslJ):

Ég tel, að það sé eðlilegast að fresta umr. um þetta mál, þar til þessari till. hefur verið útbýtt meðal þingmanna. Þá gefst þeim tækifæri til þess að athuga till. Sumir af hv. þm. hafa fengið fjarvistarleyfi, og auk þess kynni að vera, að þeir vildu gera brtt. við till., þegar þeir sjá hana, og gæti þá n. tekið hana til athugunar. (Gripið fram í: Hún hefur verið athuguð.) Já, mér þykir samt sem áður rétt að fresta umr. um málið, þar til till. hefur verið útbýtt. Að sjálfsögðu er hægt að halda umr. áfram, ef hv. 1. þm. Eyf. — af því að hann var að kveðja sér hljóðs - vill tala nú. Ég mun hins vegar fresta umr., þar til till. hefur verið útbýtt.