26.11.1953
Efri deild: 24. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1279 í B-deild Alþingistíðinda. (1288)

109. mál, skemmtanaskattur

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. Menntmn. flytur þetta frv. að beiðni hæstv. menntmrh. Þetta frv. er gamall kunningi hér í Alþ., því að það fer ekki fram á annað en það, að framlengdir verði þeir viðaukar á skemmtanaskatti samkv. l. frá 1927, sem gilt hafa undanfarið. Hins vegar er ekki nein breyt. í frv. um það, hvernig skiptingunni á því fé, sem inn kemur samkv. þessum lögum, skuli hagað.

Það er venja, þegar nefndir flytja frv. að beiðni ráðh., að í grg. er þess getið, að nm. hafi ábundið atkv. um málið, og fer þá athugun fram í þeirri hinni sömu n., venjulega eftir 1. umr., um það, hvort n. vill raunverulega mæla með málinu eða ekki. Að því er þetta snertir, þá er þess ekki getið í grg., að nm. hafi óbundið atkv., enda er svo ekki. Ég vil taka það fram, að n. hefur þegar tekið ákvörðun um málið, að mæla með því. Þess vegna er ekki að vænta neins sérstaks nál. frá n. um þetta mál. Hins vegar er það auðvitað, að ef brtt. skyldu koma fram frá öðrum hv. þm., mundi n. að sjálfsögðu taka þær til athugunar og segja álit sitt á þeim.

Ég sé ekki ástæðu til að orðlengja þetta frekar, en legg til, að frv. gangi óhindrað til 2. umr. og áfram, því að eins og ég sagði áðan mun n. ekki gera frekari tillögur um þetta mál, nema sérstakt tilefni gefist til.