09.11.1953
Efri deild: 17. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 73 í B-deild Alþingistíðinda. (129)

94. mál, happdrættislán ríkissjóðs

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Í lögunum um happdrættislán ríkisins er svo tiltekið, að ef menn hafa ekki framvísað skuldabréfum sínum, þeim sem vinning hljóta í happdrættisláninu, þá skuli þau innan þriggja ára falla úr gildi. Þetta ákvæði er ekki framkvæmanlegt. Það er ómögulegt að synja mönnum um greiðslu, þótt lengur dragist en þrjú ár að vísa fram skuldabréfum. Og það er þess vegna till. hér fyrirliggjandi nú í frumvarpi þessu um að lengja þennan frest í 15 ár. Þykir ekki sæma annað en að leysa inn þessi skuldabréf, þó að það dragist mjög fyrir mönnum að framvisa þeim. Það geta verið svo margar skiljanlegar ástæður fyrir því, að það misfarist hjá mönnum að framvísa bréfunum,og ekki sæmandi fyrir ríkið að notfæra sér slíkt.

Ég vil leyfa mér að leggja til, að málinu verði vísað til hv. fjhn. að lokinni umræðunni.