17.12.1953
Efri deild: 39. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1294 í B-deild Alþingistíðinda. (1332)

101. mál, þingfararkaup alþingismanna

Haraldur Guðmundsson:

Ég tel, að frv. hafi verið stórskemmt með þeirri breytingu, sem á því er gerð í Nd., og sú breyting gangi sérstaklega út yfir þá, sem sízt skyldi, þ.e.a.s. þá, sem ekki hafa rétt til annarra eftirlauna en lífeyrirs, sem almannatryggingalögin veita.

Hins vegar, þar sem ég veit, að meiri hl. þings vill afgreiða málið nú, áður en þinghlé hefst, og þar sem ég tel sjálfsagt, að þetta atriði verði endurskoðað á næsta ári, einnig í sambandi við endurskoðun almannatryggingalaganna, þá mun ég þó greiða frv. atkvæði þrátt fyrir þennan ágalla á því.