15.12.1953
Efri deild: 36. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1308 í B-deild Alþingistíðinda. (1400)

122. mál, sóknargjöld

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. Menntmn. flytur brtt. á þskj 320. Þykir henni réttara, að þau ákvæði séu tekin upp — í frv., þó að brtt. breyti í sjálfu sér engu frá því, sem frv. var hugsað. Sóknargjöldin, eins og. þau eru ákveðin í 1. gr. frv., 3–12 kr. á ári, eru miðuð við það, að þetta séu grunngjöld; og þrefaldist, eins og yfirleitt var fyrir gengislækkunina um slík gjöld og mundi sennilega verða áfram, þó að frv. væri samþ. óbreytt, ekki sízt þar sem þetta er skýrt tekið fram í grg: frv. En brtt. n. er um að taka þessa þreföldun upp í lögin sjálf, áð í staðinn fyrir 3–12 kr. komi 9–36 kr., og er þá auðvitað ætlazt til, að þessi, gjöld verði ekki þreföldúð af sjálfum sér.

Ég held, að þetta þurfi ekki nánari skýringar við, og um málið sjálft hefur ekki ágreiningur komið fram hér í hv. deild. Tel ég víst, að allir geti á það fallizt, að skýrara sé, þar sem þessi þreföldun er nú ekki alls staðar viðhöfð lengur, eftir að gengislögin voru sett, að taka það skýrt fram í lögunum.