02.03.1954
Efri deild: 55. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1311 í B-deild Alþingistíðinda. (1422)

137. mál, stjórn flugmála

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forsetl. Ég benti á það við 1. umr., að hér væri verið að lögfesta mjög stirt embættisheiti allsendis ástæðulaust. Mér skilst að vísu, að hv. nefnd hafi athugað: þetta, en ekki treyst sér til að gera á því breytingu. Ef ekki er hægt að finna aðra betri breytingu, þá sýnist mér eins hægt að kalla embættið „flugmálastjóra“, það tekur yfir hvort tveggja. Mér sýnist að vísu frv. í mesta máta óþarft, en ef menn vilja breyta þessu, þá er betra að hafa það heiti, sem nær yfir hvort tveggja, heldur en að hafa embættisheitið samsett.

Ég mun því leyfa mér, með samþykki hæstv. forseta, að bera fram skriflega brtt.