17.11.1953
Efri deild: 22. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1339 í B-deild Alþingistíðinda. (1470)

78. mál, sala jarða í opinberri eigu

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. Mér finnst það svo athyglisverðar upplýsingar, sem hv. þm. Str. gaf hér, að full ásæða sé til þess að fresta nú málinu og að n. taki það atriði til athugunar, hvort þörf er yfirleitt á þessari löggjöf, sem stendur til að setja hér. Ég segi fyrir mig, — að vísu stend ég ekki að þessu frv., en hef þó síðan 1946 borið fram frv. um sölu þjóðjarða, — að ég hafði skilið þessi lög þannig, að eitt af því, sem kaupandinn þyrfti að fullnægja, væri að búa á jörð með erfðaábúð, en það kann að vera misskilningur. Og eftir því sem þm. Str. hefur skýrt þetta, þá virðist svo vera, og þá er auðvitað eklei rétt að vera að setja löggjöf um það, sem engin lög þurfa til, ef svo væri.