15.03.1954
Efri deild: 61. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1370 í B-deild Alþingistíðinda. (1533)

119. mál, Búnaðarbanki Íslands

Forseti (GíslJ):

Þegar þetta mál var hér til umr. á síðasta fundi, þá óskaði hæstv. dómsmrh. eftir því, að umr. væri frestað, þar til vissar upplýsingar lægju fyrir, og lofaði ég þá sem forseti að taka málið ekki á dagskrá fyrr en vitað væri, að þær lægju fyrir hér til umr. Málið var tekið á dagskrá í dag; upplýsingarnar hafa verið gefnar. Hæstv. ráðh. hefur ekki beðið mig um sérstaka frestun á framhaldi umr., og sé ég því ekki ástæðu til annars en að slíta þessari umr. Honum gefst að sjálfsögðu tími til þess að athuga þær upplýsingar, sem fram hafa komið, fyrir 3. umr. Með því að enginn hefur kvatt sér hljóðs, er þessari umr. slitið, og verður gengið til atkvæða.