27.11.1953
Efri deild: 25. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1427 í B-deild Alþingistíðinda. (1605)

84. mál, kirkjubyggingasjóður

Frsm. (Sigurður Ó. Ólafsson):

Herra forseti Ég var nú búinn að hugsa mér það, áður en þessi umr. hófst, þegar mér var kunnugt um, að brtt. frá hv. þm. Barð. væri komin fram, þó að ég væri ekki búinn að sjá hana, að biðja um, að þessari umr. yrði frestað.

Nú hafa komið fram tilmæli um það frá þeim hv. þm., sem hér hafa talað, sumum, að fresta þessari umr., og ég hef haft samráð um það við formann n. og hann er því samþykkur. Og einkum þar sem nú hafa einnig komið fram tilmæli frá hæstv. kirkjumrh., að n. taki málið og þær brtt., sem fram hafa komið, til nánari athugunar, þá óska ég eftir því, að málinu verði nú frestað.