30.03.1954
Neðri deild: 73. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1434 í B-deild Alþingistíðinda. (1629)

84. mál, kirkjubyggingasjóður

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Um leið og ég staðfesti það, sem hv. þm. Borgf. gat hér um áðan, að ég tek aftur síðari brtt. mína á þskj. 444, þá vil ég aðeins minnast á það, að komið hefur fram till. frá tveim hv. þm. um að kjósa stjórn Kirkjubyggingasjóðs með öðrum hætti en gert er ráð fyrir í frv., eins og það liggur nú fyrir.

Í frv., eins og það liggur nú fyrir, er gert ráð fyrir, að 4 stjórnarmenn séu þannig kosnir, að einn sé kosinn í fjórðungi hverjum af sóknarprestum og formönnum sóknarnefnda.

Hv. flm. brtt. leggja til, að stjórnarnefndarmönnum verði fækkað í 3 og að þeir 2, sem kosnir eru, verði kosnir á prestastefnu, þ.e.a.s. fyrir allt landið í senn: Það má nú e.t.v. segja, að þetta skipti ekki meginmáli, en mér virðist nú, að vera muni að sumu leyti auðveldara að kjósa þessa stjórnarfulltrúa heima í fjórðungunum heldur en áð láta fara fram allsherjarkosningu fyrir allt landið í senn. Ég tel því, að brtt. sé ekki til bóta, þó að segja megi, áð hún skipti e.t.v. ekki mjög miklu máli. Hv. þm. gera það að sjálfsögðu upp við sig, hvort þeir telja ástæðu til þessarar breytingar.

Ég tel að með ákvæðunum í frv., eins og þau nú eru, séu áhrif landshlutanna á stjórn sjóðsins betúr tryggð eri með brtt., og ,það skiptir nokkru máli.