29.03.1954
Efri deild: 72. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1437 í B-deild Alþingistíðinda. (1641)

182. mál, lögsagnarumdæmi Húsavíkurkaupstaðar

Frsm. (Karl Kristjánsson):

Herra forseti. Heilbr.- og félmn. tók frv. þetta til athugunar og umræðu sama daginn og því var vísað til hennar. Samþykkti n. einróma að mæla með því, að frv. verði samþ. óbreytt.

Ég er sem flm. málsins að sjálfsögðu samnefndarmönnum mínum þakklátur fyrir svo skjóta og góða afgreiðslu. Ég sé enga ástæðu til þess sem frsm. n. að tala langt mál. Ég gerði grein fyrir frv. við 1. umr. í öllum höfuðatriðum og sé ekki án tilefnis þörf á að endurtaka þá greinargerð.

Í 1. gr. frv. er það ákveðið, að jörðin Kaldbakur, sem er eign Húsavíkurkaupstaðar, skuli lögð undir lögsagnarumdæmi Húsavíkur frá 1. maí þ. á. Um þetta er fullt samkomulag beggja sveitarfélaganna, sem hlut eiga að máli.

Í 2. gr. er mælt fyrir um það, að framfærsla fólks, sem öðlazt hefur eða öðlast kann framfærslurétt vegna dvalar eða fæðingar að Kaldbak, hvíli á Húsavíkurbæ. Þetta er venjulegt ákvæði og nauðsynlegt í svona máll.

Í 3. gr. er ákveðið,a að gerðardómur úrskurði bætur til þess sveitarfélagsins, sem missir spón úr aski við lögsagnarumdæmisbreytinguna, og jafnframt settar reglur um, hvernig menn skuli nefndir í dóminn. Þetta eru þó aðeins varaákvæði, ef — ekki skyldi takast samkomulag milli sveitarfélaganna um bæturnar.

4. gr. er um það, að lögin taki þegar gildi, enda eiga þau samkvæmt 1. gr. að koma til framkvæmda 1. maí n.k.

Heilbr.- og félmn. sá ekki ástæðu til þess að gera neina aths. við frv., eins og ég hef áður sagt, og mælir með samþykkt þess eins og það liggur fyrir.