04.12.1953
Efri deild: 28. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1439 í B-deild Alþingistíðinda. (1656)

118. mál, póstlög

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég vildi bara benda n. á það, að eins og 3. gr. er orðuð, þá gerir hún ráð fyrir því, að að hverju húsi sé einn eigandi, en það er langt frá því að svo sé. Frv. þarf þess vegna að þessu leyti að breytast verulega. Það eru til hús hér í bænum, þar sem í búa 16 eigendur, kannske enn þá fleiri, og þegar svo er, þá er ekki hægt að tala í greininni um einn einstakan húseiganda, sem er skyldur að setja upp, póstkassa við sínar dyr; þeir eru margir. Og þá er, hvernig á að koma fyrir fulltrúa frá eigendum hússins gagnvart póststjórninni og hver af eigendunum á að sjá um kassann. Það þarf að taka til athugunar. Þetta vil „ég benda nefndinni á. Og úr því að frv. fer til n. aftur, þá hefur n. náttúrlega ágæta aðstöðu til þess arna, og ég vænti þess, að hún athugi þetta. Að öðru leyti hef ég ekkert við frv. að athuga, en það er ekki hægt fyrir þá, sem eiga að sjá um þessa kassa, að vita ekki til hvers þeir eiga að snúa sér, þegar milli 10 og 20 manns búa í sama húsinu og á hver á sína íbúð, eru allir eigendur.