30.03.1954
Neðri deild: 73. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1494 í B-deild Alþingistíðinda. (1761)

181. mál, orkuver og orkuveitur

Ásgeir Bjarnason:

Herra forseti. Á undanförnum árum hafa farið fram rannsóknir á því, hvaða vatnsfall eða vatnsföll í Dalasýslu mundi helzt koma til greina að virkja. Þessar rannsóknir hafa leitt það í ljós, að Haukadalsá muni veita mesta og bezta virkjunarmöguleikana. Í samráði við raforkumálastjóra hef ég leyft mér að flytja hérna brtt., sem er á þskj. 564. En þar sem hv. fjhn. hefur ekki gefizt kostur á að íhuga þetta mál, þá mun ég taka till. aftur við þessa umræðu og óska eftir því, að n. gefi sér tíma til að athuga till., áður en 3. umr. fer fram, svo að það þurfi ekki neitt að tefja framgang þess frv., sem hér liggur fyrir. Vildi ég mega mælast til þess við hv. n., að hún taki till. til athugunar og að hún verði þá tekin til atkvgr. við 3. umr. þessa máls.