19.02.1954
Neðri deild: 50. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1503 í B-deild Alþingistíðinda. (1810)

63. mál, síldarleit

Forseti (SB):

Það er rétt, sem hæstv. forsrh. segir, að hann bar fram ósk um það, að málið yrði tekið út af dagskrá, en ég hélt, að hann og nefndin hefðu haft samráð um afgreiðslu þess, og þess vegna var það tekið á dagskrá nú í dag. En það verður orðið við þeirri ósk að fresta umr. um málið að þessu sinni og það tekið út af dagskrá. En þess er vænzt, að það dragist ekki mjög lengi að komast að niðurstöðu um málið.