26.02.1954
Neðri deild: 54. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1527 í B-deild Alþingistíðinda. (1933)

92. mál, öryggisráðstafanir á vinnustöðum

Frsm. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Á árinu 1952 voru sett lög um öryggisráðstafanir á vinnustöðum. Við framkvæmd þeirra laga hefur komið í ljós, að nokkrum ákvæðum þeirra þarf að breyta til skýringar, og hefur iðnn. þessarar d. borizt þetta frv. frá hæstv. iðnmrh. með ósk um, að n. flytti það. N. hefur orðið við þeirri ósk og sér ekki ástæðu til annars en að mæla með frv. og hefur ekki brtt. við það að gera. Ég vil því mæla með því, að frv. gangi óbreytt áfram, en vil að öðru leyti vísa til grg. þeirrar, sem fylgir frv. frá hæstv. ráðh. og prentuð er með frv.