24.03.1954
Neðri deild: 67. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1545 í B-deild Alþingistíðinda. (1985)

173. mál, brunatryggingar í Reykjavík

Lúðvík Jósefsson:

Herra forseti. Ég hef leyft mér, ásamt hv. 9. landsk. (KGuðj), að flytja hér brtt. við þetta frv. Hún verður að flytjast sem skrifleg brtt., og þarf því að leita afbrigða fyrir henni.

Ég vildi óska eftir því við forseta að leita nú afbrigða fyrir þessari till., og fari svo sem mig grunar, að það séu ekki möguleikar á því að fá samþ. afbrigði fyrir till. nú á þessum fundi, þá geri ég kröfu til þess, að þessum fundi verði frestað, þannig að þessar brtt. geti fengið fulla og eðlilega afgreiðslu einmitt við þessa umr. málsins, því að ég legg höfuðáherzlu á það, að við þessa 2. umr. málsins komi þessar brtt. mínar til atkvgr.

Ég sé svo ekki ástæðu til þess að ræða málið á þessu stigi frekar, en áskil mér að sjálfsögðu rétt til þess að ræða frekar um það, þegar leitað hefur verið afbrigða fyrir mínum till.