02.04.1954
Efri deild: 76. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1607 í B-deild Alþingistíðinda. (2033)

173. mál, brunatryggingar í Reykjavík

Frsm. minni hl. (Hermann Jónasson):

Herra forseti. Till. okkar í minni hl. eru ekki komnar úr prentun enn þá, svo að ég verð að leyfa mér að leggja hér fram skrifl. brtt. Þessar till., sem ég ásamt hv. 1. þm. N-M. flyt hér, eru Alþ. kunnar, því að það eru sömu brtt. sem voru lagðar fram af minni hl. allshn. Nd., og eru þess eðlis, að 1. málsgr. 1. gr. verði breytt í það horf, að bæjar- og sveitarfélögum sé heimilt, Reykjavík og öðrum, að undangengnum útboðum að semja við eitt eða fleiri vátryggingarfélög fyrir 2–5 ár í senn um tryggingar gegn eldsvoða á öllum húsumumdæmi sínu. Síðan eru aðrar brtt. samræmi við þessa brtt. og til þess að aðrar greinar frv. verði í samræmi við 1. gr. Ef þessi breyting á 1. gr. yrði móti von minni ekki samþ., þá falla hinar breyt. niður af sjálfu sér og þarf ekki að bera upp nema þessa brtt. við 1. gr.

Ég ber þetta fram vegna þess, að þó að frv. sé komið fram í þessa átt, sem ég fagna, frá hv. þm. Hafnf. (IngF) og hv. þm. Vestm. (JJós), þá óttast ég, að það geti farið svo, að það frv. dagi uppi. En með því að gera þessa breytingu við 1. gr. frv. og aðrar breytingar í samræmi við það, er þó tryggt, að þetta mál kemst í gegnum þingið jafnhliða því frv., sem hér liggur fyrir.

Ég sé svo ekki ástæðu til þess að fjölyrða frekar um þessar brtt., en leyfi mér að skila þeim til hæstv. forseta.