02.04.1954
Efri deild: 76. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1609 í B-deild Alþingistíðinda. (2036)

173. mál, brunatryggingar í Reykjavík

Brynjólfur Bjarnason:

Herra forseti. Ég hef lagt hérna fram smábrtt. á þskj. 532, sem ekki þarf að fara mörgum orðum um. Það er ekki efi á því, að samþykkt þessa frv. er mikið hagsmunamál fyrir Reykjavík. Hins vegar harma ég, að ekki skyldi fást meiri hluti fyrir því, að önnur bæjarfélög nytu jafnréttis. En vonandi er, að það frv., sem nú hefur verið lagt fram varðandi þetta mál, nái fram að ganga, áður en þingi lýkur.

En ég tel líka, að almenningur þurfi að fá tryggingu fyrir því, að þetta komi almenningi til góða í lækkuðum iðgjöldum. En mér virðist engan veginn nægileg trygging fyrir. því í frv. eins og það er. Þar segir aðeins 3. málsgr. 1. gr., að tekjur af brunatryggingum skuli leggja sjóð til eflingar brunavörnum og þvílíkri starfsemi og til lækkunar á iðgjöldum.

Þetta þykir mér harla óákveðið. Ég tel ekki til of mikils mælzt, að helmingurinn af slíkum tekjum gangi til þess að lækka iðgjöldin, og hef því leyft mér að leggja fram þessa till. og vonast til þess, að hún nái samþykki hv. deildar.