02.04.1954
Efri deild: 76. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1614 í B-deild Alþingistíðinda. (2066)

193. mál, brunatryggingar utan Reykjavíkur

Haraldur Guðmundsson:

Herra forseti. Ég hef ekkert á móti því, að þetta frv. fái athugun í þinginu, og tel það enda sjálfsagt.

En ég vil bara benda á nú þegar við þessa umr., að ef hugsað er til að gera þá breytingu á brunatryggingum utan Reykjavíkur, sem þetta frv. fer fram á, þá er alveg sjálfsagt, að samhliða því, sem það er gert, verði endurskoðuð löggjöf um Brunabótafélag Íslands.

Ég ætla það þurfi ekki að færa rök að því, hversu sjálfsagt þetta er, þar sem mjög vafasamt er, hvort félagið gæti starfaðsamkeppni á þeim grundvelli, sem hér er um að ræða, og öllu falli víst, að til þess þyrfti að breyta lögum þess, að það hefði nægilega góða aðstöðu til þess.