08.04.1954
Efri deild: 80. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 46 í C-deild Alþingistíðinda. (2209)

18. mál, rithöfundaréttur og prentréttur

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Það er alveg rétt hjá frsm., þm. Str., að við drógum málið nokkuð lengi í nefndinni, en ég vil ekki kenna það þm. Seyðf. Ég vil fyrst og fremst kenna það, að þm. Seyðf. var búinn að biðja hæstv. ríkisstj. um ákveðnar upplýsingar, sem hún eftir þingsköpum átti að svara þrem vikum fyrr en hún svaraði þeim, og það var beðið eftir að hún svaraði. Svarið var ekki tilbúið fyrr en þetta. Þess vegna var það, sem dregið var að afgreiða málið. Það var til að fá þær upplýsingar, sem beðið var um til upplýsingar vissum atriðum málsins og ekki fengust frá hæstv. stjórn fyrr en seint og síðar meir. Og það er ástæða til þess að afgreiða málið ekki, nema þm. Seyðf. sé við og fái að segja sitt álit.